Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Sprengigröftur formlega hafinn

nordfjardargong sprenging 111013 2 webFyrsta sprengingin fyrir nýjum Norðfjarðargöngum var sprengd Eskifjarðarmegin skömmu eftir hádegi á laugardag. Íbúar á Eskifirði mega því eiga von á að heyra sprengingar af og til næstu mánuðina.

Nokkur hópur áhorfenda fylgdist með frá golfvallarveginum en þaðan sást vel yfir sprengistaðinn.
Skömmu eftir að hljóðmerki hafði verið gefið mátti sjá blossann frá kveikiþræðinum hlaupa milli borholanna og sprenginguna í kjölfarið. Vel tók undir í fjöllunum við hvellinn í kyrru veðri þennan dag.

Með þessu er eiginlegur sprengigröftur hafinn í jarðgangaverkinu og munu íbúar Eskifjarðar heyra sprengingar af og til næstu vikurnar, eða jafnvel einhverja mánuði. Þær dofna þó smám saman þegar inn í fjallið kemur.

Gert er ráð fyrir að vinna við jarðgangagröftinn sjálfan hefjist svo fyrri hluta nóvember. Gert er ráð fyrir að vinna hefjist í Fannardal í Norðfirði á næstunni. Þar er búið að smíða nýja brú á Norðfjarðará og á næstu dögum verður lokið við vegtengingu og veitingu árinnar undir brúna.

Á meðfylgjandi myndum má sjá borun sprengiholanna, vinnu við hleðslu sprengiefnis, ANFO (Ammonium Nitrat & Fuel Oil) og dýnamít, í borholu og að endingu sprenginguna sjálfa.

nordfjardargong sprenging 111013 1 webnordfjardargong sprenging 111013 3 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.