Gert er ráð fyrir að formlega verði byrjað að grafa ný Norðfjarðargöng síðar í þessari viku. Vinna hefur gengið vel síðustu vikur og flest tæki og tól sem verktakinn þarf að verða komin á svæðið.
Fyrsta sprengingin við gerð nýrra Norðfjarðargana Eskifjarðarmegin verður á morgun, laugardaginn 12. október 13:00. Nokkrar takmarkanir verða á umferð af þeim sökum.
Verktakar við ný Norðfjarðargöng byrjuðu í síðustu viku að reisa vinnubúðir sínar við Eskifjörð. Brúardekk nýrrar brúar yfir Norðfjarðará var steypt á fimmtudag.
Undirbúningur við ný Norðfjarðargöng heldur áfram en búist er við að formlegur gangagröftur hefjist fyrri hluta nóvembermánaðar. Norðfjarðarmegin er byrjað að gera klárt svæði undir vinnubúðir.
Gryfjan sem þarf að grafa í fjallshlíðina áður en gangagröftur getur hafist er nefnd forskering. Hluti hennar er grafin í laust efni mest skriðuefni en hluti í klöpp sem þarf að sprengja. Hafin er vinna við forskeringuna Eskifjarðarmegin og búið að grafa burtu mest af lausu jarðefnunum og unnið að undirbúningi sprenginga.
Fyrsta sprengingin fyrir nýjum Norðfjarðargöngum var sprengd Eskifjarðarmegin skömmu eftir hádegi á laugardag. Íbúar á Eskifirði mega því eiga von á að heyra sprengingar af og til næstu mánuðina.
Segja má að framkvæmdir hafi hafist formlega við ný Norðfjarðargöng á laugardag þegar aðalverktakinn byrjaði að vinna á svæðinu þar sem gangnamunninn á að vera. Byrjað verður að sprengja fyrir honum innan skamms.
Íbúar á Eskifirði mega eiga von á nokkru ónæði vegna framkvæmda við ný Norðfjarðargöng, sérstaklega fyrstu tvo mánuðina. Áhrifin verða minni Norðfjarðarmegin enda framkvæmdasvæðið fjær þéttbýlinu.