Óskað eftir umsögnum um sautján nöfn

Nafnanefnd nýsameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hefur sent sautján nöfn til umsagnar hjá Örnefnanefnd. Óskað er eftir umsögn um forliðina Austur-/Eystri-/Eystra-, Dreka og Múla, eftirliðina –byggð, -byggðir, -þing og -þinghá auk þess sem Sveitarfélagið Austri flýtur með í beiðninni.

Lesa meira

Færð tekin að spillast innanbæjar

Veðrið tók að versna austan land undir hádegi. Víða er mikil úrkoma, blint og farið að verða þungfært innanbæjar. Engin útköll hafa borist vegna veðursins en fólki er ráðlagt að halda sig heima.

Lesa meira

Ótrúlegt að keyra langar leiðir án þess að huga að varadekkinu

Þjóðverji á eftirlaunum og rúmenskur ferðafélagi hans voru í byrjun vikunnar dæmdir í sjö ára fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur en þeir voru gripnir með yfir 40 kg af örvandi efnum í bíl sínum við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu í byrjun ágúst. Efnin fundust í leynihólfi undir farangursgeymslu bílsins eftir að fíkniefnahundur hafi sýnt farartækinu áhuga.

Lesa meira

Varað við sjávarflóðum eystra

Veðurstofan varar við hárri sjávarflóðum við Austfirði í dag. Von er á austan hvassvirði og talsverðri rigningu eftir hádegi.

Lesa meira

Tíðindalaust enn af Austurlandi

Engin verkefni vegna óveðursins, sem nú gengur yfir landið, hafa enn borist inn á borð austfirskra viðbragðsaðila. Ófært er þó orðið milli staða.

Lesa meira

Búist við mikilli ofankomu á Austurlandi

Austfirðingar mega eiga von á mikilli úrkomu í óveðri sem gengur yfir landið á morgun. Þegar hafa verið gefnar út lokanir fyrir fjallvegi enda ekkert útlit fyrir ferðaveður. Viðbúnaður er hjá dreifiaðilum raforku.

Lesa meira

Mokstur að hefjast á Fagradal

Óveðrið sem gekk yfir landið í nótt og í dag virðist gengið niður á Austurlandi. Mokstur er að hefjast á nokkrum leiðum en hæstu fjallvegir verða lokaðir í nótt. Von er á nýrri lægð um miðjan dag á morgun.

Lesa meira

Búist við mestri úrkomu eystra

Veðurfræðingar búast við að mest af þeirri úrkomu sem fylgir miklu óveðri sem gengur yfir landið á morgun falli á Austurlandi. Skólahaldi hefur þegar verið aflýst í nokkrum skólum og ferðir Strætisvagna Austurlands felldar niður.

Lesa meira

Þriðji loðnuleitarleiðangurinn hefst á mánudag

Árni Friðriksson, rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, er væntanlegt til hafnar í kvöld eða fyrramálið en skipið hefur síðustu daga skoðað loðnugöngu úti fyrir Austfjörðum. Kraftur verður settur í loðnuleit í næstu viku.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.