Heimsendingar endurvaktar í heimsfaraldri

Austfirskir veitingastaðir hafa tekið upp heimsendingar til að bregðast við takmörkunum vegna útbreiðslu covid-19 veirunnar. Rekstrarstjóri flatbökustaðarins Asks á Egilsstöðum segir heimsendingarnar bjargráð fyrir staðinn en viðskiptavinir hafi tekið þeim vel.

Lesa meira

Ágóðinn af fermingarskeytunum nýttur til góðs

Kvenfélagið Nanna í Neskaupstað var stofnað árið 1907 og er tilgangur þess að styðja við velferðamál í þágu bæjarins. Elsta fjáröflunarleið þeirra er sala á fermingarskeytum. En vegna Covid-19 faraldursins verður ekkert skeytunum í vor en Kvenfélagið mun fara af stað með þau þegar nær dregur fermingum í haust.

Lesa meira

„Viljum hvetja fólk til að hlúa að sjálfu sér“

Á þessum undarlegu tímum sem við lifum er mikilvægara en nokkru sinni að huga að okkur sjálfum og okkar nánustu. Margar stoðir samfélagsins, svo sem skólar og íþrótta- og ungmennafélög, hafa svo sannarlega þurft sníða sér stakk eftir vexti og finna nýjar leiðir í starfinu.

Lesa meira

„Þetta snýst um að upplifa og skynja“

Sigrún Yrja Klörudóttir, kennari á Reyðarfirði, heillaðist af skynjunarleikjum fyrir ungabörn þegar hún sá aðra foreldra nota slíka leiki með börnum sínum. Nú í lok mánaðarins gefur hún út út rafbók um skynjunarleiki fyrir ungabörn sem hún byggir á sinni vinnu og athugunum.

Lesa meira

Tók innan við 30 mínútur að safna fyrir súrefnisvélunum

Á facebook síðunni Fjarðabyggð - Auglýsingar og viðburðir birtist ákall frá hjúkrunarheimilum Fjarðabyggðar í gærkvöldi. Fjárhagslegur róður hjúkrunarheimilanna þyngist verulega dag frá degi og því var ákveðið að leita til samfélagsins eftir stuðningi. Meðal annars við kaup á sex öndunarvélum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa.

Lesa meira

Covid-19 föndur: Kórónuveiran hekluð

Þegar fleiri og fleiri þurfa að fara í sóttkví og samkomubannið skerðir lífsgæði fólks er um að gera að finna eitthvað til að gera saman með fjölskyldunni. Hví ekki hugsa út fyrir boxið og hekla Covid-19 veiruna.

Lesa meira

Miðaldra karlar með margt á prjónunum í kvöld

Í Tehúsinu á Egilsstöðum ætla miðaldra karlmenn að koma saman í kvöld og prjóna. Hvort sem það verður með með alvöru prjónum eða ekki. Vegna Covid-19 faraldsins verður fjöldatakmörkun og tveggja metra nándarbann á staðnum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.