Orkumálinn 2024

Sinfóníuhljómsveit Austurlands frumflytur nýtt verk eftir Charles Ross

Sinfóníuhljómsveit Austurlands frumflytur á sunnudag nýtt tónverk -forStarazer- eftir dr. Charles Ross í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. Hefð er að myndast fyrir því að sveitin fái austfirsk tónskáld til að semja sérstaklega fyrir sig verk.

Lesa meira

Salmond matarveislan áfram hluti af Hammond hátíð Djúpavogs

Margir á Djúpvogi eru þegar farnir að telja niður dagana í næstu Hammond-hátíð þorpsins sem hefst í næstu viku. Formleg dagskrá hátíðarinnar sneisafull af forvitnilegum viðburðum en ekki síður eykst sífellt fjöldi svokallaðra utandagskrárviðburða kringum hátíðina sjálfa. Einn slíkur er Salmond veislan.

Lesa meira

„Húsfyllir“ á fyrsta konukvöldi Píluklúbbs Vopnafjarðar

Sú staðreynd að níu mánaða gamall píluklúbbur í fámennu byggðalagi státi sig nú þegar af einstaklingi sem kominn er í úrtakshóp fyrir landslið Íslands í greininni er saga út af fyrir sig. Ekki síður merkilegt að „húsfyllir“ var á fyrsta konukvöldi klúbbsins á miðvikudaginn var.

Lesa meira

Marína Ósk og Ragnar Ólafsson á ferð um Austfirði

Söngvaskáldin Marína Ósk og Ragnar Ólafsson verða næstu daga á Austfjörðum en þau eru á tónleikaferð um landið. Þau koma úr ólíkum áttum, Marína Ósk úr djassi en Ragnar úr rokki.

Lesa meira

Uppskeruhátíð tónlistarskóla á Austurlandi vakti lukku

Efnilegt tónlistarfólk frá öllum sveitarfélögum Austurlands steig á svið í Tónlistarmiðstöð Austurlands um helgina og sýndi hvað í þeim bjó með fjölbreyttri efnisskrá sem spannaði allt frá klassík til rokks og róls.

Lesa meira

Félagar í Oddfellow styrktu tækjakaup um 25 milljónir króna

Oddellow-stúkurnar á Austurlandi, Björk og Hrafnkell Freysgoði gáfu nýverið 25 milljónir króna til tækjakaupa til Slökkviliðs Múlaþings, Heilbrigðisstofnunar Austurlands og Egilsstaðakirkju úr styrktar- og líkarsjóði Oddwellow á Íslandi.

Lesa meira

Ljósmyndasýning um Fjarðarheiðina

Vorsýning Skaftfells opnar á morgun. Hún nefnist „Heiðin“ og samanstendur af ljósmyndum og myndböndum eftir Seyðfirðinginn Jessicu Auer af Fjarðarheiði. Sýningin er um leið hin fyrsta undir umsjón nýs listræns stjórnanda Skaftfells.

Lesa meira

Heimspekikaffi um vínlausan lífsstíl

Heimspekingurinn Gunnar Hersveinn, Rannveig Þórhallsdóttir, fornleifafræðingur og Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, framhaldsskólakennari, standa fyrir samtali um vínlausan lífsstíl á Tehúsinu annað kvöld.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.