Skip to main content

Glæsimark Jesus dugði ekki til að bjarga Leikni

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. júl 2017 10:17Uppfært 12. júl 2017 17:27

Leiknir Fáskrúðsfirði sökk enn dýpra inn í fallbaráttu fyrstu deildar karla þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Þór á Akureyri. Leiksins verður hins vegar minnst fyrir glæsimark Jesus Suarez.


Jesus jafnaði fyrir Leikni á 71. mínútu með bylmingsskoti af milli 30 og metra færi. Jesus fékk boltann við miðjubogann eftir að Þórsarar hreinsuðu frá eftir sókn Leiknis, lék honum fram á við og lét vaða.

Heimamenn í Þór skoruðu hins vegar sigurmarkið mínútu fyrir lok venjulegs leiktíma. Skömmu síðar fékk Viðar Jónsson, þjálfari Leiknis, rautt spjald fyrir kjaftbrúk.

Leiknir er í næst neðst sæti deildarinnar þegar hún er hálfnuð með sjö stig, fjórum stigum á eftir næsta liði.

Mark Jesus má sjá í meðfylgjandi myndbandi.