13. febrúar 2012
Funheitur Andrés gaf Þórsurum engar afmælisgjafir: Myndir
Hinn bráðefnilegi Andrés Kristleifsson átti stórleik þegar Höttur vann Þór frá Akureyri 82-75 í baráttuleik í fyrstu deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld. Með sigrinum festi Höttur sig í sessi í fimmta sæti deildarinnar.
Vilhjálmur Einarsson varð í dag fyrsti maðurinn til að vera tekinn inn í nýstofnaða heiðurshöll Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Vilhjálmur varð árið 1956 fyrsti Íslendingurinn til að vinna til verðlauna á ólympíuleikum þegar hann fékk silfurverðlaun í þrístökki á leikunum í Melbourne í Ástralíu.