Austurvarp: Hvað gerir Austfirðinga hamingjusama?

hamingjukosningFjölþjóðlegi listahópurinn Hello!Earth hefur síðustu daga staðið fyrir kosningum til Hamingjuráðuneytis Fljótsdalshéraðs. Niðurstöðurnar verða kynntar við Snæfellsstofu á sunnudag þar sem hópurinn býður gestum í 100 sálna súpu.

„Við erum að reyna að koma af stað umræðu um hvaða gildi eru fólki kærust og skipta það mestu máli," segir Vera Maeder, annar forsprakka hópsins.

Hópurinn, sem starfað hefur í Sláturhúsinu á Egilsstöðum síðustu þrjár vikur, samanstendur af listafólki frá Danmörku, Þýskalandi, Brasilíu og Portúgal sem hefur auk listanna bakgrunn í raun- og félagsvísindum.

Þau hafa meðal annars rannsakað hvernig náttúran og hið daglega líf tengjast tilfinningum okkar um hamingju.

Lokaviðburðurinn verður 100 sálna súpan í og við Snæfellsstofu frá klukkan 14-17 á sunnudag. Hægt verður að fá far með rútu frá Sláturhúsinu kl. 13:15 en þeir sem hyggjast nýta hana eru hvattir til að skrá sig hjá starfsfólki Sláturhússins.

Gestir eru minntir á að klæða sig eftir veðri þar sem hluti viðburðarins fer fram utandyra. Aðgangur er ókeypis en þátttakendur eru hvattir til að mæta með eina tegund af grænmeti eða kryddi í súpuna.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.