19% fækkun á flugleiðinni RVK-EGS
Heldur er að draga saman í innanlandsfluginu milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands hefur farþegum í flugi milli staðanna fækkað um 19% það sem af er ári.
Það sem af er þessu ári hefur flugfarþegum milli Egilsstaða og Reykjavíkur fækkað um 19 prósent. Fækkuna má að miklu leyti rekja til minni umsvifa í framkvæmdum á Austurlandi, þó efnahagskreppan í landinu hafi einnig áhrif.