Af einkasyni hugumstórra fjalla
Mánudaginn 18. maí verða liðin 120 ár frá því Gunnar Gunnarsson skáld fæddist á Valþjófsstað í Fljótsdal. Í tilefni þess bjóða Stofnun Gunnars Gunnarssonar, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn til málþings í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu á afmælisdaginn.
Sigurjón Björnsson prófessor emeritus mun fjalla um Brimhendu, Jón Karl Helgason dósent við HÍ mun tala um dómsdagsmynd Gunnars í Vikivaka og Sveinn Yngvi Egilsson prófessor við HÍ mun ræða um náttúruna í Aðventu og fleiri sögum Gunnars. Að erindum loknum mun Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur, sem nú vinnur að ritun ævisögu skáldsins, stýra pallborði með fyrirlesurum. Málþingið hefst kl. 17.00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Ljósmynd: Gunnar Gunnarsson / Úr myndasafni Gunnarsstofnunar.