Atvinnumálafundur kl. 15

Fundur um atvinnumál og nýsköpun verður haldinn á Hótel Héraði í dag klukkan þrjú. Það eru Vísindagarðurinn ehf. og atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs sem boða til fundarins. Yfirskrift hans er „Hver er staðan og hverjar eru horfunar í atvinnulífinu? Hvar liggja ný atvinnutækifæri og hvernig á að skapa þau?" Tveir framsögumenn verða á fundinum;  Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, fjallar um nýsköpun í atvinnulífinu og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins flytur erindi um horfurnar í atvinnulífinu.

fljtsdalshra_bjarmerki.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.