Skip to main content

Aukinn hlutur Fljótsdalshrepps í Hallormsstaðarskóla

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. jan 2010 16:44Uppfært 08. jan 2016 19:21

Fljótsdalshreppur greiðir framvegis helming rekstrarkostnað Hallormsstaðarskóla á móti sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði. Eignaraðild hreppsins í byggingum skólans verður 50% en hreppurinn kaupir 19% hlut af Fljótsdalshéraði.

 

ImageGreitt er fyrir hlutinn með viðhaldsfé á tíu árum. Sérstök skólanefnd verður framvegis yfir skólanum með tveimur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi. Hreppsnefnd Fljótsdalshrepps samþykkti samninginn á fundi sínum í vikunni og fól oddvita að undirrita hann en samningurinn tekur gildi við undirskrift og er óuppsegjanlegur 2010-2019.