Banaslys í Fáskrúðsfirði

Banaslys varð á þjóðvegi 92 í sunnanverðum botni Fáskrúðsfjarðar í morgun þegar bifreið var ekið út af veginum.

Einn maður lést og annar var fluttur á sjúkrahús. Slysið var skammt sunnan við brúna yfir Dalsá, nærri bænum Tungu.

Lögreglan á Eskifirði vill ekki greina nánar frá málinu fyrr en líður á daginn. Bænastund verður í Fáskrúðsfjarðarkirkju klukkan 18.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar