Orkumálinn 2024

Batt inn bækur um íbúðarhús á Reyðarfirði

Vigfús Ólafsson frá Reyðarfirði færði bókasafni staðarins nýverið höfðinglega gjöf, innbundnar bækur með upplýsingum um tæplega 50 eldri íbúðarhús á staðnum.

Um var að ræða 45 bækur sem Vigfús hefur bundið inn en hann hefur undanfarin ár fengist við bókband í frístundum sínum.

Í hverri bók eru upplýsingar um eitt af eldri íbúðarhúsum Reyðarfjarðar, nema að í einni bókinni eru upplýsingar um þrjú hús sem eru horfin.

Að auki er 21 síða í hverri bók þar sem hægt er að setja inn upplýsingar um viðkomandi hús, hvort heldur sem er myndir eða ritar mál. Hægt er að koma við á bókasafninu á opnunartíma þess með upplýsingar.

Guðrún Rúnarsdóttir bókavörður á Reyðarfirði og Vigfús með bækur. Mynd: Ásgeir Metúsalemsson


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.