Skip to main content

Áfangaskýrsla um tekjustofna sveitarfélaga

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. des 2009 10:21Uppfært 08. jan 2016 19:21

Tekjustofnanefnd hefur skilað áfangaskýrslu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra en nefndinni var falið að yfirfara lög um tekjustofna sveitarfélaga. Á vef ráðuneytisins kemur fram að meðal ábendinga nefndarinnar er að kanna hvernig jafna megi byrðar vegna endurgreiðslu sveitarfélaga á gengistryggðum lánum næstu árin.

peningar.jpg

Nefndin var skipuð þann 8. júlí síðastliðinn og er verkefni hennar að yfirfara lög nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum. Ennfremur var nefndinni falið að undirbúa nauðsynlegar breytingar á lögunum í tengslum við breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga árið 2011.

Nefndin leggur almennt mikla áherslu á að sameiginlegri vinnu við mat á kostnaði um áhrif ýmissa skattkerfisbreytinga á fjárhag sveitarfélaganna verði hraðað sem kostur er. Heildaráhrif tillagna þurfa að liggja fyrir sem fyrst, enda er það nauðsynlegur grundvöllur fyrir frekari tillögugerð um fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga.

 

 

http://www.samgonguraduneyti.is/media/frettir/AFANGASK_TEKJUSTOFNANEFNDAR_des09.pdf