Góðar gjafir til VA
Opið hús var hjá Verkmenntaskóla Austurlands fyrir verðandi nemendur og foreldra í gær. Alcoa Fjarðaál, Vélsmiðja Hjalta og Launafl unnu að því í vetur að útvega skólanum tæki sem vantað hafa fyrir kennslu á málmiðnbraut. Fyrirtækin afhentu skólanum tæki fyrir vökva- og stýratæknikennslu og væntanleg eru tæki sem nýtast munu á rafiðnbraut. Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari VA, segir gjafirnar gríðarlegan styrk fyrir skólann og að tækin muni gera alla kennslu nútímavænni og veita nemendum betri undirbúning fyrir störf þeirra í atvinnulífinu í framtíðinni.
Nemendur á húsasmíðabraut smíðuðu timburhús sem stendur utan við verkkennsluhúsið og vakti það mikla athygli gesta. Þá var til sýnis ný viðbygging sem tekin var í notkun í janúar. Olga Lísa segir að með henni hafi kennsla í húsasmíði og bóklegum rafiðngreinum batnað til muna.
Fyrri mynd: Olga Lísa Garðarsdóttir og Hafþór Eiríksson frá Launafli/VA
Seinni mynd: Jóhann Zoega sýnir nýju vökvatækin.