Skip to main content

Gengið fyrir bættum samgöngum á nýju ári

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. des 2009 18:20Uppfært 08. jan 2016 19:21

Göngum-göngum hópurinn, sem vill vekja athygli á bráðri nauðsyn samgönguúrbóta milli Seyðisfjarðar og Héraðs, stendur laugardaginn 2. janúar fyrir göngu upp á Fjarðarheiði, eða nánar tiltekið frá Herðubreið á Seyðisfirði að Skíðaskálanum í Stafdal.  Lagt verður af stað kl. 10.00 stundvíslega. Í Stafdal verður boðið upp á heitt kakó til hressingar. Síðan hafa göngumenn og -konur val um að láta ná í sig eða tölta til baka. Minnt er á að nauðsynlegt er að klæða sig vel og gott að nota öryggisvesti til að sjást betur.

snjlabb.jpg

Göngum-göngum hópurinn hefur staðið fyrir nokkrum göngum yfir Fjarðarheiði síðustu misserin, en þar sem mikil snjóalög eru nú á heiðinni verður ekki gengið yfir hana að þessu sinni.