Gleðiganga gengin í annað sinn á Seyðisfirði

Á morgun standa Seyðfirðingar fyrir gleðigöngu á sama tíma og gleðigangan á Hinsegin dögum í Reykjavík er gengin. Snorri Emilsson, einn skipuleggjenda, segir tilganginn fyrst og fremst vera að sýna samstöðu með göngunni í Reykjavík.


Gangan fer fram á sama tíma í Reykjavík og Seyðisfirði en á báðum stöðum en gengið til að vekja athygli á baráttu hinseginfólks fyrir auknum mannréttindum.

Snorri segir að í raun hafi tilviljun orðið til þess að nokkurskonar hefð hefur skapast fyrir gleðigöngu á Seyðisfirði „Í hittfyrra komast ég ekki suður í gönguna eins og ég hafði ætlað svo að við ákváðum nokkur að ég yrði að ganga hérna á Seyðisfirði. Við vorum ekki mörg þarna fyrst en ákváðum að skipuleggja okkur betur í fyrra. Það gekk svo vel að við ætlum að ganga aftur í ár,“ segir Snorri.

Snorri segist ekki vita betur en að Seyðisfjörður sé eini staðurinn á Íslandi utan Reykjavíkur þar sem haldin sé gleðiganga. „Við viljum sýna samtöðu og fagna fjölbreytileikanum og viljum veita fólki sem kemst ekki til Reykjavíkur tækifæri til þess að gera slíkt hið sama,“ segir Snorri.

Pride hátíðir eru haldna víða um heim en upphaf þeirra má rekja til baráttu homma og lesbía fyrir auknum réttindum í Bandaríkjunum í upphafi 8. áratugarins. Reykjavík Pride, eða Hinsegin dagar, hafa verið haldnir hátíðlegir í miðborg Reykjavíkur frá árinu 1999 og nú virðist hefð vera að skapast á Seyðisfirði.

Ætlunin er að safnast saman í Norðurgötu fyrir framan Kaffi Láru upp úr klukkan eitt og ganga í um klukkustund. Upplýsingar um viðburðinn má nálgast hér.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar