Handverk, hönnun og fagrar listir á Djúpavogi

Þann 9. maí næstkomandi stendur Tengslanet austfirskra kvenna, TAK, fyrir mikilli handverks-,  hönnunar- og listakynningu á Hótel Framtíð á Djúpavogi. Lagt var upp með að fá eina konu úr hverju bæjarfélagi frá Hornafirði til Vopnafjarðar til að kynna verk sín og rekstur, en ásókn og áhugi á þessu er svo mikill að fleiri en tuttugu og þrjár konur munu kynna og enn bætist í hópinn. Fjölbreytileikinn verður í fyrirrúmi og allar konur sem vilja kynna sér íslenskt handverk, hönnun og listir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

langab_vefur.jpg

 

Dagskráin er frá 13:00-16:00 og verður á þessa leið:

 

Vörur til sýnis í byrjun og létt spjall

Súpa og brauð, kr. 850

Kynning á TAK

Kynning frá austfirskum konum:

 

Hornafjörður, Árnína Guðjónsdóttir-  Handverk úr grjóti og hrosshári. http://ninagud.123.is
Hornafjörður, Nanný- Leirlist
Djúpivogur,  Ágústa Margrét Arnardóttir- Tösku- og fylgihluta hönnun og framleiðsla.  www.gustadesign.is
Djúpivogur, Kvennasmiðjan– Handverk úr lopa
Breiðdalsvík, Guðlaug Gunnlaugsdóttir- Ás handverkshús og Handverk úr lopa, garni og fl.
Breiðdalsvík, Helga Melsted- Handverk úr silfri- járni og fl.
Stöðvarfjörður, Sólrún Friðriksdóttir- Textíllist, handmáluð sjöl úr silki og þæfðri ull.
www.123.is/solrun.frid
Stöðvarfjörður, Rósa Valtingojer- Handverk úr keramik og leir, handmótaðir fuglar.
Stöðvarfjörður, Þóranna Snorradóttir- Handunnið silfurskart og Salthúsmarkaðurinn.
Stöðvarfjörður, Ingibjörg Eyþórsdóttir – Handunnin náttúru smyrsli.
Fáskrúðsfjörður, Berglind Ósk Agnarsdóttir- Sagnalist.
Neskaupsstaður, Theodóra Alfreðsdóttir- Handverk úr leir og ull. http://skorrahestar.123.is
Neskaupsstaður, Anna Bjarnadóttir- Listasmiðjan Þórsmörk.
Eskifjörður, Kata- Glerlist
Reyðarfjörður, Hrafnhildur M. Geirsdóttir- Hrefnuber og jurtir, handgerðar sultur.
Reyðarfjörður,  Esther Ösp Gunnarsdóttir- Hárskraut hönnun og framleiðsla.  www.harspangir.com
Seyðisfjörður, Þórdís Bergsdóttir – Ullarvinnsla frú Láru, sjá vörur úr ullinni á www.hanna70.com
Egilsstaðir, Ingunn Þráinsdóttir- Grafísk hönnun og bókagerð. www.heradsprent.is
Egilsstaðir, Agnes Brá Birgisdóttir- Tónlist. www.warenmusic.com
Egilsstaðir, Íris Lind- Myndlist og fleira.
Egilsstaðir, katrin jóhannsdóttir, fatahönnun og framleiðsla www.katy.is 
Klaustursel, Ólafía Sigmarsdóttir, handverk úr hreindýraleðri
Fellabær, Sandra Jónsdóttir- Ljósmyndun og þrykk.
Vopnafjörður, Hólmfríður Ófeigsdóttir- Prjónuð sjöl og handstúkur úr hreindýraleðri. 

 

Í tilkynningu segir að um sé að ræða einhvern flottasta og fjölbreyttasta viðburð í handverki og hönnun

 sem haldinn hefur verið af austfirskum konum til þessa.

Allar konur hjartanlega velkomnar og vonast aðstandendur viðburðarins til að sjá sem allra flestar.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.