Skip to main content

Hugmyndir um orkuveitu á Vopnafirði

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. jan 2010 16:08Uppfært 08. jan 2016 19:21

Verkfræðiskrifstofan Efla hefur lagt fram hugmyndir að stofnun orkuveitu á Vopnafirði. Horft er til glatvarma frá bræðslu HB Granda, sorpbrennslu og hitaveituvatns frá Selárdal.

ImageSveitarstjóri hefur fundað með fulltrúum Eflu og Jarðfræðistofunnar Stapa. Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps samþykkti á seinasta fundi sínum að vinna áfram að málinu og kanna hvort mögulegt væri að nýta styrk frá Orkusjóði til verksins.