Jólahlaðborð í uppgerðum fiskihjalla við sjávarsíðuna
Það tekið árafjöld, svita og einhver tár í og með en í haust náðist endanlega að ljúka því sem ljúka þurfti á Beituskúrssvæðinu í Neskaupstað. Þar nú fyrirtaks aðstaða í Beituskúrnum sjálfum, aldeilis ágætt eldhús og síðast en ekki síst glænýr, en þó eldgamall, veislusalur í því sem kallað er Rauða húsið. Þar stendur til að bjóða í jólahlaðborð á næstunni.
Það eigendur Hótels Hildibrand sem hafa breytt því sem áður var lítt aðlaðandi lóð við sjávarsíðuna að Egilsbraut 26 í sanna bæjarprýði en þar standa nú tveir fyrrum fiskihjallar með langa sögu sem báðir hafa gengið gegnum svo mikla endurnýjun að engir nema þeir sem til þekkja vita að hjallarnir voru á sínum tíma nánast ónýtir og á leið á haugana.
Guðröður Hákonarson á heiður af að hafa komið verkefninu öllu af stað á sínum tíma og hann á sömuleiðis heiðurinn af því að negla síðasta naglann í Rauða húsið fyrir skömmu en þar með lauk endanlega framkvæmdum á svæðinu. Nú hægt að opna allar dyr fyrir fólki og til stendur að bjóða upp á jólahlaðborð í húsinu rauða í desembermánuði.
„Þetta er eiginlega nákvæmlega orðið eins og ég sá þetta fyrir mér á sínum tíma,“ segir Guðröður. „Ég er afar sáttur með hvernig til hefur tekist og eins hve vel hefur gengið frá því að við opnuðum fyrst. Með opnun rauða hússins gefst enn betra tækifæri til að gera vel og þar ekki síst gagnvart heimafólkinu sjálfu, sem vill kannski lyfta sér upp og gera sér glaðan dag án þess að það þurfa að vera í einhverju stórum hátíðar- eða tónleikasal.“
Guðröður hefur notið góðrar aðstoðar við enduruppbyggingu svæðisins. Þar ekki hvað minnst frá dótturinni Önnu Bergljótu sem skapaði heildarmynd staðarins og arkitektnum Ólafíu Zoëga sem er listamaður í að endurskapa fortíðina með nútímalegu sniði.
Lengri útgáfa birtist í Austurglugganum. Hægt er að panta áskrift hér.