List í ljósi á Seyðisfirði um helgina
Hátíðin List í ljósi verður haldin í áttunda skiptið núna um helgina 10.-11. febrúar. Hátíðin er haldin ár hvert í febrúar á Seyðisfirði til þess að fagna því að sólin sé byrjuð að láta að sjá sig aftur í Seyðisfirði eftir dimman veturinn.
Á hátíðinni fara listviðburðir fram utandyra og er aðgangur ókeypis. Mikill fjöldi listamanna tekur þátt í hátíðinni í ár, bæði erlendir og íslenskir og eru listaverkin fjölbreytt. Hátíðin stendur yfir frá 18:00-22:00 bæði föstudag og laugardag. Listaverkum er dreift víða um bæinn en svo er gengið um bæinn í listagöngu. Það eru líka ýmsir viðburðir sem fara fram um helgina á hátíðinni eins og tónleikar, leikverk og sýning LungA skólans.
Sesselja Jónasardóttir, framleiðslustjóri hátíðarinnar segir aðsókn á hátíðina hafa verið mikla í gegnum tíðina og að fólki komi víða að til þess að fara á hátíðina. Sesselja segir marg fólk koma alla leið frá Reykjavík á hátíðina en margt af Austurlandi og Akureyri.