Lundinn sestur upp í Hafnarhólmann

Lundinn er kominn til Borgarfjarðar eystra og sestur upp í Hafnarhólmann.

„Hann settist upp klukkan 18:00 í gær. Það komu mjög margir lundar, við sáum einhver þúsund þarna í gær og þetta var mjög líflegt,“ segir Jón Þórðarson, fulltrúi sveitarstjóra á Borgarfirði.

Hefð er fyrir því að lundinn komi á svæðið fyrir miðjan apríl. Hann dvelur þar í um 100 daga við að koma upp ungum sínum en annars lifir hann á hafi.

Lundinn var reyndar kominn inn á fjörðinn einhverjum dögum fyrr en beið með að setjast upp í hólmann vegna veðurs. Hefð er fyrir því meðal Borgfirðinga að taka formlega á móti lundanum á sumardaginn fyrsta.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.