Þorskafli frá upphafi fiskveiðiárs rúm 113 þúsund tonn

Frá byrjun fiskveiðiársins til 29. apríl sl. var þorskafli íslenskra skipa sem reiknaður er til aflamarks orðinn 113.205 tonn sem er 72,5% af leyfilegu aflamarki yfirstandandi fiskveiðiárs. Þetta er nokkuð minna nýtingarhlutfall sé miðað við sama tíma í fyrra þegar búið var að veiða 75,6%. Ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að auka aflamarkið um 30 þúsund tonn í janúar sl. gæti þar haft einhver áhrif.

gapandi_torskur.jpg

 

Ef borið er saman sama tímabil á liðnum fiskveiðárum þá er hlutfallið nú nokkuð áþekkt því sem verið hefur. Hæst var hlutfallið á fiskveiðiárinu 2003/04 90,2% en lægst var það fiskveiðiárið 1994/95 þegar það var aðeins 57,6%.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar