Rithöfundalestin 2020: 101 Austurland – Gönguleiðir fyrir alla eftir Skúla Júlíusson

Fjallaleiðsögumaðurinn Skúli Júlíusson hefur gefið út sína aðra bók um það sem er í boði er fyrir göngufólk á Austurlandi.

Skúli gaf fyrir fjórum árum út bókina 101 Austurland – Tindar og toppar þar sem greint var frá leiðum á 101 fjall á Austurlandi.

Nú tekur Skúli fyrir 101 almenna gönguleið á svæðinu. Sem fyrr er að finna í bókinni kort, GPS hnit og lýsingar á hverri gönguleið og næsta nágrenni.

„Á þeim árum sem liðin eru frá því að fyrri bókin kom út hef ég séð betur og betur hversu mikilvægar svona bækur eru fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref og hina reyndari sem leita að nýjum hugmyndum.

Í bókinni eru fjölbreyttar gönguleiðir um gil og gljúfur, víkur og voga og fossa og hella,“ segir Skúli um bókina.

Rithöfundalestin 2020 er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps, Skaftfells menningarmiðstöðvar á Seyðisfirði, Menningarstofu Fjarðabyggðar, menningarmálanefndar Djúpavogs og Austurfréttar/Austurgluggans.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.