Rithöfundalestin 2020: Leiðarvísir um jarðfræði Austurlands

Breiðdalssetur hefur gefið út bókina „Leiðarvísir um jarðfræði Austurlands.“ Bókin kom upphaflega út í fyrra á ensku en hefur nú verið þýdd á íslensku.

Ritstjóri bókarinnar er Martin Gasser en að auki lögðu þau Christa Feucht, Jóhann Helgason, Leó Kristjánsson, Lúðvík E. Gústafsson og Þorvaldur Þórðarson til efni. Sigurður Steinþórsson og Vésteinn Ólason íslenskuðu bókina.

„Bókinni er ætlað að vera leiðarvísir fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast jarðfræðilegum undrum Austurlands. Í henni eru nákvæmar lýsingar á 26 stöðum á Austurlandi, frá rótum löngu horfinna eldfjalla að eldvirkum flekaskilum á hálendinu.

Hún er fræðirit um hinn austfirska jarðlagastafla. Efnið á að vera auðvelt og aðgengilegt fyrir alla sem áhuga hafa á jarðfræði Austurlands,“ segir Páll Baldursson, úr stjórn Breiðdalsseturs, um bókina.

Rithöfundalestin 2020 er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps, Skaftfells menningarmiðstöðvar á Seyðisfirði, Menningarstofu Fjarðabyggðar, menningarmálanefndar Djúpavogs og Austurfréttar/Austurgluggans.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.