Orkumálinn 2024

Rithöfundalestin 2020: Les birki eftir Kari Ósk Grétudóttur

Kari Ósk Grétudóttir er meðal þeirra sem senda frá sér sínar fyrstu ljóðabækur fyrir þessi jól. Bók hennar „Les birki“ kom út hjá Partusi föstudaginn 13. nóvember síðastliðinn.

„Þetta eru myndræn ljóð sem fjalla um þrengingar, örvæntingu von og tímann. Í einu og sama ljóðinu er í senn hægt að vera á goðsögulegum tíma, deginum í dag og hinum milda morgundegi,“ segir Kari Ósk um ljóðabókina.

Kari er fædd í Reykjavík árið 1981 en er ættuð af Austurlandi þar sem móðir hennar býr að Vaði í Skriðdal. Hún útskrifaðist úr myndlistadeild Listaháskóla Íslands árið 2007. Síðan hefur hún tekið þátt í samsýningum, numið listfræði og kennt myndlist.

Hún hefur einnig sinnt ritstörfum en árið 2013 var frumsýnt verkið „Karma fyrir fugla“ sem hún samdi ásamt Kristínu Eiríksdóttur.

Rithöfundalestin 2020 er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps, Skaftfells menningarmiðstöðvar á Seyðisfirði, Menningarstofu Fjarðabyggðar, menningarmálanefndar Djúpavogs og Austurfréttar/Austurgluggans.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.