Rithöfundalestin 2020: Milli draums og vöku eftir Guðmund Beck

Guðmundur Már Hansson Beck, fyrrum bóndi á Kollaleiru í Reyðarfirði, sendi í sumar frá sér fyrstu ljóðabók sína sem ber heitið Milli draums og vöku.

„Ljóðin eru eins konar sjálfshjálparmeðal frá sorg og einsemd eftir missi sonar, margra ástvina, ævistarfs og ómetanlegra náttúrugæða,“ segir Guðmundur um bókina.

Bókin kom út í sumar en hún er sú fyrsta sem Guðmundur sendir frá sér. Í henni má finna fjölbreytt kvæði í hefðbundnum stíl og óbundin ljóð.

Rithöfundalestin hefur verið árviss viðburður á Austurlandi þar sem landsþekktir rithöfundar, í bland við austfirska höfunda, hafa lesið upp úr nýútkomnum verkum sínum. Rithöfundalestin 2020 er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps, Skaftfells menningarmiðstöðvar á Seyðisfirði, Menningarstofu Fjarðabyggðar, menningarmálanefndar Djúpavogs og Austurfréttar/Austurgluggans.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.