Orkumálinn 2024

Rithöfundalestin 2020: Öll orðin sem ég fann eftir Töru Ösp Tjörvadóttur

Tara Ösp Tjörvadóttir sendi í sumar frá sér sína fyrstu ljóðabók sem ber heitið „Öll orðin sem ég fann.“

„Þessi bók er byggð á andlegu ferðalagi sem ég fór í í byrjun árs 2019 þegar sálfræðingurinn minn sagði að ég væri ástsjúk.

Ég fór að skoða öll ástarsambönd og ástarsamskipti sem ég hef verið í. Ég fór að skrifa og leita að lærdóminum af þeim því mig langaði til að geta dag einn átt í heilbrigðu sambandi við ástina,“ segir Tara.

Bókin skiptist upp í sex kafla sem fylgja ferli ástarinnar, frá byrjun að hápunkti og að skilnaðinum og botninum. Bókin byggir meðal annars á dagbókarbrotum Töru sem eru prentuð með hennar handskrift.

Rithöfundalestin hefur verið árviss viðburður á Austurlandi þar sem landsþekktir rithöfundar, í bland við austfirska höfunda, hafa lesið upp úr nýútkomnum verkum sínum. Rithöfundalestin 2020 er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps, Skaftfells menningarmiðstöðvar á Seyðisfirði, Menningarstofu Fjarðabyggðar, menningarmálanefndar Djúpavogs og Austurfréttar/Austurgluggans.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.