Safna fyrir Bláum kubbum á Seyðisfirði

Menningarfélagið Lið fyrir lið hefur sett af stað söfnun fyrir Bláum kubbum, sem hægt er að nota bæði inni sem úti í leik barna, á Seyðisfirði.

Bláu kubbar eru meðal annars til bæði í Gerðasafni í Kópavogi og leikvöllum í Reykjavík. Þeim er ætlað að virkja sköpunarkraft barna.

Kubbarnir eru gerðir úr svampi sem myglar ekki. Þá er hægt að þrífa og endurvinna og nota bæði innan og utanhúss. Auðvelt er að setja þá upp eða pakka saman að leik loknum auk þess sem lögun þeirra og form þýðir að hægt er að raða þeim og tengja á endalausa vegu.

Settið af þeim kostar að minnsta kosti 1,5 milljónir króna komið á Seyðisfjörð. Frumkvæðið að söfnuninni á félagið Lið fyrir lið sem systurnar Katla Rut og Elfa Rún Sigrúnar- og Pétursdætur leiða. Það hóf söfnunina með 50.000 króna framlagi.

„Við trúum því að þetta muni hjálpa seyðfirskum börnum, foreldrum þeirra og gestum Seyðisfjarðar að eiga innihaldsríkar og þroskandi gæðastundir,“ segir í tilkynningu.

Söfnunarreikningur félagsins er 0305-26-410319 og kennitalan 410319-1440.

Mynd: Anna Karen Skúladóttir


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.