Seyðisfjörður á lista yfir bestu smábæi Evrópu

Seyðisfjörður er á lista með sextán öðrum þorpum á lista tímaritsins Travel + Leisure yfir bestu smábæi Evrópu.

„Fyrir hverja París, Róm eða Lundúnum eru hundruð smábæja sem fanga anda sinnar þjóðar,“ segir í inngangi greinarinnar. Þar er fjallað um smábæi með einstaka náttúru, framúrskarandi veitingastaði og fleira einstakt.

Seyðisfjörður er fulltrúi Íslands á listanum sem lýst er sem smábæ innst í dramatískum firði. Um bæinn segir að þótt þar búi aðeins tæplega 700 manns státi bærinn af iðandi listalífi og fjölbreyttu úrvali gistihúsa, vínveitingastaða og veitingastaða, þar með talið besta sushi-staðar landsins.

Þá sé yst í bænum að finna göngustíg að listaverkinu Tvísöngi sem sé steypt mannvirki með einstökum hljóðburði.

Af öðrum bæjum á listanum má nefna Zell am See í Austurríki, Bled í Slóveníu, Saint-Jean-de-Luz í Frakklandi, Otranto á Ítalíu, Rovinj í Króatíu og Pyrgi í Grikklandi.

Travel + Leisure er eitt af þekktari ferðatímaritum heims, gefið út í New York allt frá árinu 1937. Eins og nafnið ber með sér einbeitir það sér helst að þeim sem leita eftir lúxusferðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.