Simmi Vill Mosfellingur ársins

Sigmar Vilhjálmsson eða Simmi Vill, sem uppalinn er á Egilsstöðum, var nýverið útnefndur Mosfellingur ársins 2020 af bæjarblaðinu Mosfellingi en hann hefur búið í Mosfellsbæ frá árinu 2007.

Hann opnaði í lok síðasta árs veitingastaðinn Barion í fyrrum húsnæði Arion-banka í bænum. „Það er skemmst frá því að segja að viðbrögðin við Barion hafa verið fram út björtustu vonum, þrátt fyrir að standa frammi fyrir stórum rekstraráskorunum vegna COVID-19,” segir Simmi Vill.

„Við lögðum upp með að skapa stað fyrir alla Mosfellinga, bjóðum upp á fjölbreyttan matseðil á góðu verði, góða þjónustu ásamt því að standa fyrir alls konar viðburðum. Okkur hefur verið tekið rosalega vel og fyrir það erum við þakklátir. Á árinu opnuðum við einnig Barion Bryggjuna og Minigarðinn, en þess má geta að höfuðstöðvar fyrirtækisins eru og verða í Mosó.”

Þá vakti Sigmar athygli fyrir að segja frá sínu daglega lífi á Instagram. Í samtali við Mosfelling segist hann vera ánægður með lífið í bæjarfélaginu.

„Ég var að leita eftir þessum bæjarbrag og langaði að synir mínir myndu alast upp í svona samfélagi. Ég kann vel við það að þekkja nágranna mína og það fólk sem ég rekst á í búðinni.

Það er hluti af því að tilheyra samfélagi að gefa af sér. Ég hef reynt að vera virkur í kringum íþróttastarf strákanna minna og er alltaf opinn fyrir góðum hugmyndum og skemmtilegu samstarfi,“ segir Simmi sem bætir því við að hann geti alls ekki flutt úr bænum eftir að hafa hlotið nafnbótina.

Simmi Vill tekur við viðurkenningunni úr höndum Hilmars Gunnarsson ritstjóra Mosfellings. Mynd: Raggi Óla


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.