Smalahundar kepptu á Spaðamóti – Myndir
Maríus Halldórsson og hundurinn Rosi, frá Hallgilsstöðum í Langanesbyggð, urðu hlutskarpastir í keppni smalahunda á Eyrarlandi í Fljótsdal síðasta síðasta haust. Mótið er kennt við Spaða, nafntogaðan hund Þorvarðar Ingimarssonar, bónda á Eyrarlandi, sem keppti þó ekki sjálfur að þessu sinni.Smalinn þurfti að leiðbeina hundi sínum við að smala fimm kindum í gegnum þrjú hlið. Síðan þurfti að halda kindunum innan afmarkaðs svæðis á meðan tvær þeirra, sem voru merktar, voru skildar frá. Hópurinn var sameinaður aftur og rekinn inn í girðingu, hleypt út aftur og var þá önnur merktu kindanna skilin frá. Til þessa höfðu keppendur 15 mínútur og gekk misvel.
Keppt var í þremur flokkum eftir aldri og reynslu hundanna. Maríus og Rosi unnu aðalflokkinn og fengu ásamt öðru spaðaás að launum. Þeir voru þá nýkomnir heim af heimsmeistaramóti smalahunda sem haldið var á Írlandi.