Skip to main content

Súrálsfok

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. ágú 2009 10:14Uppfært 08. jan 2016 19:20

Á laugardag dreifðist súrál um álverssvæðið á Reyðarfirði og eitthvað víðar þegar bilun varð í búnaði við löndun súráls í Mjóeyrarhöfn. Stór bingur af súráli féll ofan á súrálstankinn og fauk úr honum um nærliggjandi svæði. Um 37 þúsund tonn af súráli voru í skipinu í Mjóeyrarhöfn og lauk löndun úr því um helgina. Súrál er hættulaust, hvítt, púðurkennt jarðefni og er efnasamband áls og súrefnis, einnig nefnt áloxíð. Það er aðalhráefnið í lokaframleiðlu á áli í álverum.

aluminium_oxide_white_250x250.jpg

Súrál er framleitt úr áloxíðríku málmgrýti sem nefnist báxíð og er það einkum að finna í Karíbahafinu, Ástralíu og Afríku. Í álverum er súráli breytt í ál við rafgreiningu, sem nefnist álbræðsla í daglegu tali. Þegar sterkum rafstraumi er hleypt á ker með súráli og flúorhaldandi efnum (flúoríðum) skilur álið sig frá súrálinu.