Stórt fimleikamót framundan - undirbúningsfundur í dag
Laugardaginn 16. maí verður síðasta fimleikamót vetrarins í 1. deild Fimleikasambands Íslands haldið á Egilsstöðum. Aðkomufólk gæti orðið á fjórða hundrað talsins og keppendur verða um þrjú hundruð að meðtöldum keppendum fimleikadeildar Hattar. Auður Vala Gunnarsdóttir segir mótið verða eitt af þeim glæsilegri á þessum fimleikavetri sem nú er senn á enda. Mörg af bestu liðum landsins komi til mótsins. Í dag verður í Hettunni á Egilsstöðum haldinn undirbúningsfundur vegna mótsins og þeir sem vilja og geta lagt deildinni lið við undirbúninginn eru boðnir velkomnir. Fundurinn hefst kl. 18.