Tíu mest lesnu greinarnar 2020

Þetta voru tíu mest lesnu greinarnar á Austurfrétt á árinu 2019.

1. Hver er sjónarhóll RÚV?
Ritstjóri Austurfréttar fannst samantekt RÚV á flutningi ríkisstarfa út á land og reyndi að ráðast í að telja til störf sem hefðu undir nafni hagræðingar á enn styttri tíma.

2. SMS frá þeim sem áreitti forsætisráðherra
Katrínu Jakobsdóttur var komið í skjól um stund í heimsókn hennar til Seyðisfjarðar eftir skriðuföllin vegna hótana. Sá sem borinn var fyrir hótunum bar af sér sök og sagði að verið væri að kæfa gagnrýni.

3. Tók innan við 30 mínútur að safna fyrir súrefnisvélunum
Fyrirtæki í Fjarðabyggð brugðust snarpt við í upphafi Covid-faraldursins og gáfu fé til kaupa á sex súrefnisvélum fyrir hjúkrunarheimili sveitarfélagsins.

4. Kennarar eru ekki í fríi
Fleiri hneyksluðust á RÚV. Ingibjörg Þórðardóttir hafnaði því að framhaldsskólakennarar væru í fríi og benti á að þeir hefðu þurft að bæta á sig vinnu til að gera kennslu rafræna.

5. Yfir sextíu tillögur um nafn á nýja sveitarfélagið
Sumir gráta enn að Sameinuðu austfirsku furstadæmin hafi ekki farið alla leið. Við fengum þó að vita að hið stórkostlega nafn hefði verið meðal þeirra 62 tillagna sem bárust.

6. Fyrsta smitið staðfest á Austurlandi
Austurland var smitlaust í tæpan mánuð eftir að fyrsta smitið greindist hérlendis en loks kom að því 24. mars að einstaklingur greindist með Covid-19 veiruna í fjórðungnum.

7. Austfirðingur ársins 2019
Ellefu tilnefningar bárust um Austfirðing ársins. Atkvæði streymdu inn og eftir jafna kosningu fékk Seyðfirðingurinn Jóhann Sveinbjörnsson flest þeirra.

8. Kom að brúðguma um borð í hjólaskóflunni
Stjórnandi mokstursvélar á Fjarðarheiði varð undrandi þegar hann kom að manni í ekilssætinu á vél sinni að morgni dags. Saga sem er þess virði að lesa hana aftur og aftur.

9. Rjúpnaveiðar teljast ekki til brýnna erinda
Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands var dugleg að senda áminningar um varnir gegn Covid-faraldrinum, meðal annars um að ekki væri æskilegt að ferðast milli landshluta til veiða.

10. Gagnaveita HEF - Glötuð tækifæri eða nýja gulleggið
Páll Breiðfjörð Pálsson, fyrrum framkvæmdastjóri HEF, velti fyrir sér stöðunni á Gagnaveitu fyrirtækisins sem hann taldi fela í sér ýmis tækifæri fyrir Austurland sem hefðu verið illa nýtt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.