Skip to main content

Útsvar í kvöld

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. jan 2010 11:15Uppfært 08. jan 2016 19:21

Lið Fljótsdalshéraðs mætir liði Kópavogs í annarri umferð spurningakeppninnar Útsvars í Sjónvarpinu í kvöld. Liðin mættust í úrslitum keppninnar í fyrra og þá vann Kópavogur.

ImageEin breyting hefur orðið á liði Fljótsdalshéraðs síðan. Ingunn Snædal tók sæti systur sinnar, Urðar, en Stefán Bogi Sveinsson og Þorsteinn Bergsson eru enn í liðinu.
Kópavogsliðið hefur breyst. Það skipa Gísli Tryggvason, Kristján Guy Burgess og Helga Jónsdóttir en hvorki Gísli né Helga kepptu í fyrra.
Útsendingin hefst klukkan 20:10.