Undirskriftasöfnun gegn HSA

Hafin er undirskriftasöfnun á Eskifirði þar sem skorað er á yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands að segja af sér. Ástæðan er reiði íbúa yfir þeirri ákvörðun stofnunarinnar að fá lögreglu og í kjölfarið ríkissaksóknara til að rannsaka embættisfærslu yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar, en íbúar telja meintar ávirðingar læknisins úr lausu lofti gripnar af HSA. Lögreglan á Eskifirði og ríkissaksóknari hafa sem kunnugt er fallið frá rannsókn. Íbúarnir vilja nú að stjórnendur HSA axli ábyrgð.

Undirskriftarlistar liggja frammi í öllum þéttbýliskjörnum Fjarðabyggðar og til stendur að ganga í hús með listana á næstunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar