Ungt tónlistarfólk með tónleika á Stöðvarfirði

Ungt tónlistarfólk verður í aðalhlutverk í á örtónlistarhátíðinni Stuðvarfjörður, sem haldinn verður í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði á morgun.

Flest tónlistarfólkið er á vegum Post-dreifingar, sem er hópur sjálfstæðs listafólks. Hluti þeirra hefur verið í listamannadvöl í Sköpunarmiðstöðinni þessa vikuna.

Á morgun koma meðal annars fram k.óla og hljómsveit og Bjarni Daníel úr hljómsveitinni Skoffín, sem fengu tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár. K.óla fékk tilnefningu í opnum flokki fyrir plötu ársins, Plastprinsessuna en Skoffín fyrir rokkplötu ársins og sem bjartasta vonin.

Að auki kemur Steinunn Sigþrúðardóttir fram á vegum Post-dreifingar. Eitt atriði frá Stöðvarfirði er á listanum, tvíeykið Blöndungur sem Jónatan Emil og Þórir skipa. Þeir flytja nýtt efni.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.