Vélinni var flogið á rafmagnsvír

Rannsóknarnefnd flugslysa sendi í morgun frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að nú sé unnið að rannsókn á flugslysinu sem varð í Vopnafirði síðdegis í gær. Tveir voru í vélinni og lést annar þeirra en hinn er lífshættulega slasaður. Niðurstöður vettvangsrannsóknar benda til að Cessna 180 vélinni hafi verið flogið á rafmagnsvír með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Vettvangsrannsókn lýkur væntanlega í dag og verður brak vélarinnar flutt suður í gámi um helgina til frekari rannsóknar.

cessna20180.jpg

 

 

Þrjú vitni urðu að slysinu og voru tvö þeirra í veiðihúsinu Hvammsgerði, en flugvélin brotlenti skammt þar frá. Þriðja vitnið sá slysið ofan af vegi stutt frá.

   

Fréttatilkynning:

Rannsóknarnefnd flugslysa vinnur að rannsókn á flugslysi flugvélarinnar TF-GUN er brotlenti í framanverðum Selárdal í Vopnafirði á fimmta tímanum þann 2. júlí.  Flugvélin er af gerðinni Cessna 180 og er fjögurra sæta einkaflugvél.  Tveir menn voru um borð og sátu þeir í framsætum flugvélarinnar.

 

Flugvélinni hafði verið flogið frá Tungubakkaflugvelli í Mosfellsbæ til Vopnafjarðar-flugvallar fyrr um daginn.  Flugáætlun flugvélarinnar var svo frá Vopnafirði klukkan 16:00 til Tungubakkaflugvallar í Mosfellsbæ.  Flugtak frá Vopnafjarðarflugvelli var skömmu fyrir klukkan 16:00.

 

Flugvélinni var flogið að Veiðihúsinu Hvammsgerði í Selá.  Vettvangsrannsókn bendir til þess að flugvélinni hafi verið flogið á rafmagnsstreng með þeim afleiðingum að hún brotlenti.   Slysið var tilkynnt til Neyðarlínu klukkan 15:58.  Í slysinu lést annar maðurinn og hinn er mikið slasaður og var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

 

Rannsóknarnefnd flugslysa vinnur að vettvangsrannsókn í Selárdal og mun flytja flak flugvélarinnar til Reykjavíkur til frekari rannsóknar.

 

Aðrar upplýsingar:

 

TF-GUN  er skráð til einkaflugs.  Flugvélin er fjögurra sæta (þrír farþegar).  Lofthæfiskírteini flugvélarinnar er  í í gildi til 1. maí 2010.    Ársskoðun flugvélarinnar var síðast framkvæmd  8. maí 2009.

---

Mynd: Vél sömu gerðar og fórst í Vopnafirði í gær.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar