Skip to main content

Yfirmáta stoltar af verkefninu

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. feb 2023 11:07Uppfært 10. feb 2023 11:10

Kristín Embla Guðjónsdóttir frá Reyðarfirði og Sigríður Hlíðkvist G. Kröyer fengu nýverið tilnefningu til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands fyrir verkefna þeirra um skráningu búsetuminja í Fljótsdal. Þær segja mikinn heiður að hafa hlotið tilnefninguna.


Af verkefnum sem unnin eru með styrk Nýsköpunarsjóðs námsmanna ár hvert eru 5-6 verkefni tilnefnd til verkefnanna og verkefnið sem Sigríður og Embla unnu var meðal þeirra. Það unnu þær í samstarfi við fleiru, meðal annars Rannveigu Þórhallsdóttur, fornleifafræðing á Seyðisfirði og Gunnarsstofnun.

„Þetta var allt saman æðislegt og mikill heiður að verkefnið skyldi vera tilnefnt. Við erum mjög sáttar og stoltar af frammistöðu okkar við framkvæmd verkefnisins,“ segja þær í viðtali í nýjasta tölublaði Austurgluggans.

Verkefnið gekk á að nýta tækni sem aðgengileg er almenningi, svo sem dróna, snjallsíma og forrit eða gagnagrunna sem aðgengilegir eru almenningi til að safna upplýsingum um minjar i´Fljótsdal.

„Við unnum að verkefninu í samtals um þrjá mánuði frá vori til hausts í fyrra. Veðrið var heldur óhagstætt þannig að við náðum aðeins að mynda á vettvangi um helming tímans. En þegar rigndi eða vindur kom í veg fyrir drónaflug þá vorum við inni við að vinna úr gögnunum.

Flest af þeirri tækni sem við notuðum er aðgengileg fyrir almenning og tæki sem margir eiga nú þegar. Hluti af verkefninu var að sjá hvernig slík tæki mætti nýta við söfnun myndrænna, hnitsettra gagna um minjar í landslaginu,“ útskýra þær.

„Við náðum að mynda og staðsetja búsetuminjar á 16 jörðum sem er um helmingur jarða í Fljótsdal. Á þeim skráðum við tæplega 250 minjar. Við náðum þó ekkert að skrá í Suðurdal að þessu sinni en þetta er líka aðeins byrjunin á þessu stóra verkefni. Margar þessara minja voru þegar skráðar annars staðar en þær skráningar misformlegar og misítarlegar.

Einnig tókum við spjall við flesta ábúenda áður en við gengum um jarðirnar og sýndum þeim það sem við fundum í heimildum og á loftmyndum og þau hjálpuðu okkur oft og bentu á fleiri staði sem við höfðum ekki fundið eða leiðréttu nafn eða staðsetningu punkta.“

Kristín Embla og Sigríður með Guðna Th. Jóhannessyni við afhendingu verðlaunanna. Mynd: Embætti forseta Íslands/Arnaldur Halldórsson

Lengri útgáfa birtist í Austurglugganum sem kom út í vikunni. Hægt er að panta áskrift hér.