10. júní 2022
Atli Pálmar blómstraði bæði í bílasmíði og bílamálun í Borgarholtsskóla
„Já, ég læt þetta duga í bili og fer svona hvað úr hverju að halda austur á ný og býst við að fara beint að vinna í kjölfarið,“ segir Atli Pálmar Snorrason, sem lauk fyrir nokkru námi í bílamálun og kláraði nýverið nám í bílasmíði í þokkabót við Borgarholtsskóla.