30. september 2021
Ný endurgerð af Sögu Borgarættarinnar frumsýnd á Seyðisfirði um helgina
Í tilefni aldarafmælis Sögu Borgarættarinnar, fyrstu kvikmyndarinnar sem tekin var upp á Íslandi, verður ný endurgerð hennar frumsýnd samtímis á þremur stöðum á landinu sunnudaginn 3. október klukkan 15:00. Staðirnir þrír eru eftirfarandi: Hof á Akureyri, Bíó Paradís í Reykjavík og Herðubreið á Seyðisfirði. Endurgerðin er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunnar, Kvikmyndasafns Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.