Lífið
Óvenjulegur kosningafundur
Kosningabaráttan er nú á lokametrunum og keppast nú frambjóðendur við að kynna málefni sín fyrir kosningarnar. Jakob Frímann Magnússon, oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi og Stuðmaður, ætlar að nýta sér tónlistina og halda í stutta tónleikaferð um Austfirði næstu tvo daga.