11. ágúst 2021
Bílskúrspartý í fimm ár
Að kvöldi fyrsta þriðjudags júnímánaðar árið 2017 var bílskúrshurðinni á Valsmýri 5 í Neskaupstað lokið upp og pönkhljómsveitin DDT skordýraeitur taldi í tónleika. Tónleikarnir undu upp á sig og síðan hafa farið fram tónleikar, eða aðrir gjörningar, alla þriðjudaga í júní og júlí í bílskúrnum við Valsmýri 5 og ber tónleikaröðin nafnið V-5 bílskúrspartý.