Níundi bekkur Nesskóla sýnir Kardemommubæinn

Níundi bekkur Nesskóla frumsýndi í gærkvöldi leikgerð sýna af Kardemommubænum. Hefð er að bekkurinn setji upp leikverk til að safna fyrir skólaferðalagi sínu. Leikverkið hefur verið aðlagað að stórum bekknum og má í því meðal annars finna fjóra ræningja.

Lesa meira

Námslöngun gæti kviknað á Kveikjudögum í Menntaskólanum á Egilsstöðum

Allir þeir sem enn eru í vafa um hvað þá langar að læra, gera og verða í framtíðinni gætu notið góðs af því að reka inn nefið í Menntaskólann á Egilsstöðum (ME) næstu dægrin. Frá og með morgundeginum fara þar fram svokallaðir Kveikjudagar þar sem fólk getur kynnt sér hin og þessi menntunartækifæri bæði innanlands og utan.

Lesa meira

Orð gegn orði hjá Guðmundi R.

Tónlistarmaðurinn Guðmundur R. Gíslason í Neskaupstað sendi á föstudag frá sér nýtt lag sem hann kallar „Orð gegn orði.“ Hann vann lagið með Árna Bergmann, raftónlistarmanni frá Hornafirði sem í dag starfar í Danmörku.

Lesa meira

Góð byrjun á fjórða Austurland Freeride Festival

Nokkur fjöldi gesta hefur gert sig heimakominn á Eskifirði í tilefni af því að Austurland Freeride Festival 2024 hófst í dag en þetta er í fjórða skiptið sem hátíðin sú er haldin.

Lesa meira

Austfirðingagigg í Hafnarfirði: Eigum mikið af tónlistarfólki

Hljómsveitir og tónlistarfólk sem á það sameiginlegt að hafa alist upp á Austurlandi koma fram á sérstökum tónleikum í Bæjarbíói í Hafnarfirði á laugardagskvöld. Skipuleggjandi tónleikanna segir gaman að sjá að alltaf komi nýtt tónlistarfólk frá svæðinu.

Lesa meira

Klikkað skáld með djassívafi í Egilsstaðakirkju í kvöld

Fyrsti mars  er mikilvæg dagsetning. Ekki vegna þess að þann dag kom út fyrsta símaskrá Íslands eða vegna þess að þann dag 1989 var fyrsta skipti hægt að kaupa bjór í landinu. Öllu frekar af því að þann dag, í kvöld nánar tiltekið, fer fram allra fyrsti viðburður nýstofnaðs Listunnendafélags Austurlands.

Lesa meira

Hugsar um Ísland á hverjum degi

Hin þýska Heide Schubert er meðal þeirra Íslandsvina sem í áraraðir hafa heimsótt landið nærri árlega frá 1977. Hún á orðið fjölda sagna af ævintýralegum kynnum af landi sem hafa orðið henni innblástur við listsköpun.

Lesa meira

Skíða lengd Everest í Stafdal um helgina

Börn og unglingar í Skíðafélagi Stafdals (SKÍS) hyggjast um helgina reyna að safna sér í ferðasjóð vegna Andrésar Andarleikana og gera það með þeim allsérstæða hætti að hvert og eitt þeirra mun skíða sem nemur lengd hæsta fjalls veraldar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.