Skíða lengd Everest í Stafdal um helgina

Börn og unglingar í Skíðafélagi Stafdals (SKÍS) hyggjast um helgina reyna að safna sér í ferðasjóð vegna Andrésar Andarleikana og gera það með þeim allsérstæða hætti að hvert og eitt þeirra mun skíða sem nemur lengd hæsta fjalls veraldar.

Lesa meira

Gengið gegn stríðum á Egilsstöðum í dag

Tvær göngur og fundir hafa verið boðaðar gegn stríðsrekstri á Egilsstöðum í dag, annars vegar til samstöðu með Palestínu, hins vegar Úkraínu.

Lesa meira

Leikfélag ME frumsýnir Litlu hryllingsbúðina - Myndir

Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum (LME) frumsýnir í kvöld söngleikinn Litlu hryllingsbúðina í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Formaður leikfélagsins segir undirbúninginn hafa verið snarpan en gengið vel og tilhlökkun ríki í leikhópnum.

Lesa meira

Þrír Austfirðingar á Evrópumótinu í verkgreinum

Þrír Austfirðingar, þau Hlynur Karlsson, Irena Fönn Clemmensen og Patryk Slota tóku þátt í Evrópumóti iðn-, tækni- verkgreina eða Euroskills í Gdansk í Póllandi síðasta haust. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa hafið iðnnám sitt í Verkmenntaskóla Austurlands (VA) en Patryk var sá eini sem lauk því þaðan og keppti undir merkjum skólans úti. Austurfrétt ræddi við Patryk og Irenu um keppnina.

Lesa meira

Helgin: Tónlist úr gæludýraleikföngum, mótmæli gegn stríði og tónleikar á Stöðvarfirði

Tónlistarunnendur geta valið að fara á tvöfaldan djasskokteil í Tónlistarmiðstöð Austurlands í stað þess að sitja heima yfir Söngvakeppninni annað kvöld. Á Stöðvarfirði verða tvennir tónleikar um helgina. Fyrirlestur er á Skriðuklaustri á konudaginn en á morgun er boðað til mótmæla gegn hernaðinum í Mið-Austurlöndum á Egilsstöðum.

Lesa meira

Vopnin kvödd fyrir utan dómsal

Hvers konar vopnaburður er óheimill í dómsal, líka á öskudaginn. Dómritari fór yfir reglurnar með þeim börnum sem komu í Héraðsdóm Austurlands í dag, áður en þau komu fyrir dómara til að syngja.

Lesa meira

Listamaðurinn í pizzabakstrinum á The Filling Station

Haukur Óskarsson, Arnold Mulder og Keith Preston tóku í fyrra við rekstri matsölustaðarins The Filling Station á Seyðisfirði og grænmetisinnflutningi undir merkjum Austurlands Food Coop. Haukur er uppalinn Seyðfirðingur og rak áður Skaftfell bistro. Hann flutti heim í Covid-faraldrinum eftir 20 ár í Hollandi við listsköpun og matseld.

Lesa meira

Minnisvarðar afhjúpaðir um Vesturfarana

Tveir minnisvarðar um fólk sem flutti frá Íslandi til Norður-Ameríku voru afhjúpaðir á Austfjörðum í síðusta haust, annars vegar á Seyðisfirði, hins vegar við Hof í Vopnafirði. Minnisvarðarnir eru gjöf frá átthagafélaginu Icelandic Roots en um 20 manna hópur frá félaginu ferðaðist um landið í tilefni af tíu ára afmæli félagsins.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.