Reist í trú og skyldurækt

Sextíu ára afmæli Möðrudalskirkju var minnst með kvöldmessu í kirkjunni 4. september síðastliðinn.  Sr. Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestur í Valþjófsstaðarprestakalli, rifjaði upp sögu kirkjunnar við það tækifæri.

mrudalskirkja.jpg

Lesa meira

Staða íslenskra hafna bágborin

Fjórði hafnarfundur Hafnasambands Íslands var haldinn í dag í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði. Á fundinn mættu hátt í 60 fulltrúar frá öllum landshlutum. Að loknum fundinum var farið með fulltrúana í kynnisferð um Fjarðabyggð en dagurinn endaði með móttöku í Randúlfssjóbúð.   Gísli Gíslason, formaður stjórnar Hafnasambands Íslands segir hag íslenskra hafna bágborinn.

hafnarfundur.jpg

Lesa meira

Kynning á skátastarfi í Selskógi

Skátafélagið Héraðsbúar verður með kvöldvöku í skátarjóðrinu í Selskógi á sunnudag kl. 17. Skátastarfið verður kynnt, nýir skátar vígðir og eldri skátar vígðir upp í eldri flokka. Auk þess verður sungið og farið í leiki. Héraðsbúar verða með skemmtiatriði. Gestir eru hvattir til að koma með teppi til að sitja á. Unnt er að nálgast skráningarblað fyrir ný börn sem vilja taka þátt í skátastarfinu hjá Þórdísi skátaforingja á kvöldvökunni. Þeir sem vilja koma að skátastarfinu með krökkunum eru jafnframt beðnir um að láta skátaforingjann vita.

vareldur.jpg

Sendiherra segir Rússa vilja aðstoða

Sendiherra Rússlands á Íslandi, Victor I. Tatarintsev, segir að Rússar muni hjálpa Íslendingum. Lánveiting sé til skoðunar.

russian_ambassador.jpg

Lesa meira

Nýtt tjaldsvæði á Barrareit við Kaupvang

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs ætlar að hætta við eignarnám á landi Egilsstaða II undir Egilsstaðakolli fyrir tjaldsvæði. Miðbæjarskipulag gerði ráð fyrir nýju tjaldsvæði þar, en nú liggur fyrir að unnt er að hefja framkvæmdir við tjaldsvæði á svonefndum Barrareit við Kaupvang, skammt frá núverandi tjaldsvæði. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í vikunni og bæjarstjóra falið að vinna að framgangi málsins.

fljtsdalshra_lg.jpg

Egilsstaðaskóli til sýnis á morgun

Á morgun, föstudaginn 18. september, milli kl. 14 og 18, verður ný viðbygging Egilsstaðaskóla til sýnis fyrir íbúa sveitarfélagsins sem og aðra.  Í haust var kennslurými nýrrar bygginar tekið í notkun, þ.e. almennar kennslustofur og sérgreinastofur. Stefnt er að því að sá hluti nýbyggingarinnar sem hýsir hverfismiðstöðina, með sal, mötuneyti og sérútbúnum stofum, verði tekinn í notkun haustið 2010. Á sama tíma er stefnt að því að búið verði að endurbæta eldri hluta skólabyggingarinnar.

egilsstaaskli1.jpg

 

Hugað að endurbyggingu Lúðvíkshúss

Félag um endurbyggingu á svonefndu Lúðvíkshúsi í Neskaupstað var stofnað í vikunni. Fundaði áhugfólk um verkefnið í Verkmenntaskóla Austurlands. Húsið var byggt sem norskt síldveiðihús inni á Nesströnd árið 1881 en árið 1885 keypti Sveinn Sigfússon húsið og flutti það út á Nes við Norðfjörð þar sem hann opnaði fyrstu norðfirsku verslunina. Í stjórn hins nýja félags sitja Smári Geirsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Kristinn V. Jóhannsson og Hákon Guðröðarson.

hammer.gif

 

Foreldrar skólabarna hvattir til að mæta

Mánudaginn 21. september, kl. 20.00 – 22.00 verður fræðslufundur með Helgu Margréti Guðmundsdóttur verkefnisstjóra hjá Heimili og skóla.  Helga Margrét mun fjalla um gildi foreldrasamstarfs og mikilvægi þess að tengiforeldrar séu virkir. Nýstofnuð samtök foreldrafélaga á Fljótsdalshéraði, Héraðsforeldrar, standa fyrir fræðslufundinum.   Allir foreldra grunnskólabarna á Fljótsdalshéraði eru hjartanlega velkomnir en nýskipaðir tengiforeldrar eru sérstaklega beðnir um að mæta auk foreldra sem eru í stjórnum og varastjórnum foreldrafélaga skólanna. Fræðslufundurinn er haldinn í Hlymsdölum, félagsaðstöðu eldri borgara í Miðvangi á Egilsstöðum.

sklabrn__drullumalli_gg_vefur.jpg

Lesa meira

Hefja þarf byggingu reiðskemmu í haust

Fulltrúar hestamannafélagsins Blæs óskuðu eftir fjárstuðningi til byggingar reiðskemmu í Norðfirði á fundi með bæjarráði Fjarðabyggðar nú í vikunni. Samkvæmt samningi milli Blæs og landbúnaðarráðuneytisins þarf að hefja byggingu reiðskemmunar í haust. Í bókun bæjarráðs segir að ráðið sé sammála um að leita allra leiða til þess að af byggingu reiðskemmunnar geti orðið.

hestur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.