Sól og gleði á Ormsteiti

Mikil stemmning er nú í miðbæ Egilsstaða í blíðuveðri. Fjöldi fólks skemmtir sér á bæjarhátíðinni Ormsteiti, sem staðið hefur yfir í rúma viku og nær hápunkti í dag á Egilsstöðum og í Fljótsdal á morgun. Í morgun var byrjað að heilgrilla hreindýr yfir opnum eldi í miðbænum og von á í það minnsta 250 manns í hreindýrakjötsveislu þegar líður að kvöldi við menningarhúsið Sláturhúsið. Þar er nú markaður og í kvöld hátíðardagskrá og músík.

Or

Lesa meira

Leiðréttingar Þórunnar í bókabúðinni

Þórunn Hjartardóttir opnar sýningu í verkefnarými Skaftfells á Seyðisfirði í dag, fimmtudag, en hún er gestalistamaður þar í ágúst. Verkefnarýmið er gamla bókabúðin við Austurveg, en þar hefur Þórunn unnið stað- og tímabundna innsetningu sem heitir Leiðréttingar.

runn_hjartardttir_vefur.jpg

Lesa meira

Dramatískur sigur Fjarðabyggðar

Fjarðabyggð vann í kvöld Víking á Eskifjarðarvelli 3-2 í 1. deild karla í knattspyrnu. Mörk Fjarðabyggðar komu öll á seinustu tíu mínútum leiksins.

 

Lesa meira

Góð veiði í Selfljóti og Gilsá

Um miðjan ágúst höfðu rúmlega 180 veiðst í Selfljóti og Gilsá samkvæmt innkomnum veiðiskýrslum. Eru það 45 laxar, 86 bleikjur og 50 urriðar. 

Athygli vekur að hlutur laxa í aflanum er meiri en undanfarin ár og hefur næstum náð þeirri tölu sem stundum hefur verið ársveiðin á laxi fyrri ár.

09_07_3---salmon_web.jpg

Lesa meira

Veraldarvinir opna sýningu í Neskaupstað í dag

Sextán sjálfboðaliðar á vegum Veraldarvina, bjóða íbúum Fjarðabyggðar og öðrum gestum á ljósmyndasýningu sem opnar í vélaverkstæði dráttarbrautarinnar að Eyrargötu í Neskaupstað kl. sex í dag.

veraldarvinir.jpg

Lesa meira

Bæjarstjóri sækir um prestakall

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, er meðal þeirra þriggja sem sóttu um Kolfreyjustaðarprestakall. Hún þjónaði í Neskaupstað fyrir um tuttugu árum.

 

Lesa meira

Dansað við tónlist Einars Braga á menningarnótt

Dansverkið On your own verður sýnt í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu á menningarnótt 22. ágúst. Höfundur tónlistar í verkinu er hinn góðkunni, seyðfirski tónlistarmaður Einar Bragi Bragason. Verkið var frumflutt á opnunarhátíð Ormsteitis í Fljótsdalsstöð í fyrra. Irma Gunnarsdóttir er danshöfundur. Við flutning verksins, sem raunar verður flutt tvisvar, spila Einar Bragi og Jón Borgar Loftsson slagverksleikari. Flutningur verksins fer fram kl. 17:30 og 20:30.

dansverk_ebb.jpg

Kona fékk í sig byssukúlubrot

Kona sem var á ferð með hreindýraskyttum á Fljótsdalsheiði í gær fékk í sig brot úr byssukúlu sem endurkastaðist af grjóti. RÚV greinir frá þessu. Segir að slysið hafi orðið um hádegisbil í gær nálægt Bessastaðavötnum á Fljótsdalsheiði.

byssukla.jpg

Lesa meira

Ferðamenn illa áttaðir á aðstæðum á hálendi

Björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði hefur haft ærin verkefni undanfarna daga því félagar sveitarinnar voru nýlega við hálendisgæslu. Þeir vöktuðu umferð fólks á Sprengisandi og höfðu svæðið frá Jökulheimum í suðri til Réttartorfu í norðri undir, en héldu til í Nýjadal. Athygli vakti hversu margt ferðafólk áttaði sig illa á aðstæðum á hálendinu og var því vanbúið.

sprengisandur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.