Maður féll niður í lest á skipi

Maður féll ofan í lest á Bjarna Ólafssyni AK í Neskaupstað um hálfsjöleytið í morgun. Verið var að landa úr skipinu og missti maðurinn meðvitund er hann var á leið upp úr lestinni. Hann féll aftur fyrir sig ofan í lestina. Menn sem unnu á staðnum höfðu snarar hendur og náðu honum upp. Hann hlaut minni háttar áverka á höfði og komst fljótt til meðvitundar. Líklegt þykir að liðið hafi yfir manninn vegna loftleysis í lestinni. Lögreglan á Eskifirði rannsakar málið.

svn3.jpg

Lesa meira

Fíflarækt í Bleiksárhlíð

Kona hafði samband við Austurgluggann í gærdag og vildi koma á framfæri undrun sinni yfir hversu Bleiksárhlíðin á Eskifirði væri seint slegin af bæjarstarfsmönnum, en hálfnað var að slá hana í gær. ,,Þeir passa sig á að fíflarnir séu farnir að gefa frá sér fræ, svo við höfum eitthvað að gera í görðunum okkar í sumar hér í Bleiksárhlíðinni," sagði hún og bætti við að starfsmennirnir sem væru við slátt sæju til þess að það af fræjunum sem ekki hefði þegar fokið í garða íbúa, feyktist þangað núna. ,,Væri ekki ráð að skipuleggja bæjarvinnuna aðeins betur? Í stað þess að hafa ungmennin hangandi yfir sömu blómabeðunum dagana langa mætti skipta þeim niður og hefja slátt í hlíðinni mun fyrr en gert hefur verið til þessa," sagði konan og býr sig undir að sleppa ferðalögum og stinga þess í stað upp fífla í garðinum hjá sér í allt sumar.

dandelionseedhead.jpg

Husky-hundar í Höfðavík

Um næstu helgi verður haldið fyrsta Icehuskymótið (landsmót eigenda Husky-hunda) í Höfðavík í Hallormsstaðarskógi. Hjördís Hilmarsdóttir segir þetta eiga að verða árvissan viðburð, en mót verði haldin til skiptis í öllum landsfjórðungum. Búist er við um fimmtíu manns með á milli 20 og 30 hunda og verður reist tjaldborg í Höfðavíkinni.

husky2.jpg

Lesa meira

Annar látinn og hinn mikið slasaður

Annar tveggja manna um borð í einkaflugvélinni sem brotlenti á Vopnafirði í dag lést í slysinu. Hinn var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur mikið slasaður. Rannsóknarnefnd flugslysa og lögregla í umdæmi sýslumannsins á Eskifirði fara með rannsókn málsins.

 

Lesa meira

Borgarafundur um Ormsteiti

ImageBorgarafundur um bæjarhátíðina Ormsteiti verður haldinn í Bragganum við Sláturhúsið á Egilsstöðum klukkan 20:00 í kvöld. Skipuleggjendur hátíðarinnar óska eftir hugmyndum og frumkvæði frá bæjarbúum til að gera góða hátíð betri. Dagskráin í ár verður kynnt á fundinum.

Engin spákaupmennska hjá Alcoa

Alcoa Fjarðaál starfar í alþjóðlegu umhverfi, samkvæmt alþjóðlegum viðskiptasamningum og í nánu samráði við íslensk stjórnvöld, banka og raforkuframleiðendur. Milli Alcoa á Íslandi og ríkisvaldsins gildir sérstakur fjárfestingasamingur og hefur starfsemi fyrirtækisins frá upphafi verið í samræmi við hann. Engin breyting varð þar á við bankahrunið á Íslandi né heldur við gildistöku reglna Seðlabankans varðandi viðskipti með krónur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér í dag.

Lesa meira

Flugslys í Vopnafirði

Lítil fjögurra manna Cessna flugvél brotlenti kl. rúmlega fjögur í dag nálægt Selá í Vopnafirði, um 13 km frá þéttbýlinu. Tveir voru um borð í vélinni. Björgunarsveitin Vopni og Slökkvilið Vopnafjarðar voru kölluð á staðinn, lögregla fór einnig frá Egilsstöðum á vettvang og þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu en var ekki send af stað. Sjúkraflugvél frá Akureyri flaug á Vopnafjörð. Engar upplýsingar liggja fyrir um afdrif þeirra sem í vélinni voru.

vopnafjordur02_baerinn.jpg

Lesa meira

Hraðbraut eða hraðahindrun ?

Norðfirðingar ráku upp stór augu á mánudagsmorgun þegar þeir komu auga á hraðahindrun á þaki Verkmenntaskólans.

Lesa meira

Átta umsóknir um Hallormsstað

Alls bárust átta umsóknir um skólastjórastöðu á Hallormsstað. Umsækjendur eru Anna Heiða Óskarsdóttir, Daníel Arason, Dísa María Egilsdóttir, Helga Magnea Steinson, Hrefna Egilsdóttir, Íris Dóróthea Randversdóttir, Jóhannes Guðbjörnsson og Óli Örn Atlason. Helga Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi Fljótsdalshéraðs, segist vonast til að niðurstaða um ráðningu liggi fyrir eftir fund bæjarráðs 8. júlí næstkomandi.

fljtsdalshra_bjarmerki.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.